Sumaropnun 2024

Þrátt fyrir að enn sé vetrarbragur yfir svæðinu þá erum við strax farin að huga að sumaropnun fyrir útivistarfólk. Við vonum að júní verði hlýr og góður svo að svæðið verði komið í þokkalegt sumarhorf í byrjun júlí.

Áætlað er að sumaropnun verði frá fimmtudeginum 11. júlí til sunnudagsins 8. sept, ef aðstæður leyfa verður að sjálfsögðu skoðað að opna fyrr. Á tímabilinu verður hægt að nýta lyfturnar okkar til að koma sér upp fjallið hvort sem það er til að njóta hjólagarðsins eða til að ganga um fjallið og njóta útsýnisins.

Fjarkinn mun ganga á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 17-21, á laugardögum frá kl. 10-17 og sunnudögum frá kl. 10-16. Stefnt er á að Fjallkonan verði opin frá 27. júlí til 25. ágúst, samtals fimm helgar á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-15.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur í Hlíðarfjalli í sumar og munum setja inn nánari fréttir þegar nær dregur.