Sumaropnun hefst á morgun 8. júlí

Þá er loksins orðið gerlegt að opna svæðið fyrir sumartraffík eftir viku seinkun miðað við upphaflega planið og við opnum á morgun þriðjudag. Fjarkinn verður opinn 16:30-20:30.

Það tók loksins að þorna þegar leið á síðustu viku og teymið okkar hefur unnið hörðum höndum að því að gera hjólabrautirnar klárar fyrir opnun. Andrés og DH brautin verða opnar og mögulega tekst að klára lagfæringar á Ævintýraleiðinni á morgun, en einnig er Hjalteyrin fær og svo eru brautirnar neðar, Gosinn, Drottningin og Hrúturinn líka klárar. Áfram verður unnið í leiðum.

Við minnum svo á að svæðið er opið fyrir gangandi, hlaupandi og hjólandi hvort sem þeir vilja nota lyftuna eða ekki og auðvitað einnig utan opnunartíma hennar. Biðjum fólk á að fara alltaf varlega og að vera ekki eitt á ferðinni utan opnunartíma.

Minnum á breyttan opnunartíma í sumar:
- Þriðjudagar og fimmtudagar frá 16:30-20:30
- Laugardagar frá 10-16

Auk þess verður full helgaropnun þessar þrjár helgar (fimmtudag-sunnudag):
- 17 - 20 júlí (Enduro og Downhill keppnishelgi)
- 31 júlí - 3 ágúst (Verslunarmannahelgin)
- 28 - 31 ágúst (Downhill keppnishelgi)

Miðasala fer fram í Fjarka og verðskrá er hægt að sjá a heimasíðu okkar www.hlidarfjall.is

Hlökkum til að taka á móti ykkur í fjallinu í sumar !