Stefnum á að opna stólalyftuna, Fjarkann, 7. júlí og verður opið fram til 4. september í sumar.
Í Hlíðarfjalli er góð aðstaða til útivistar bæði fyrir hjólareiða- og göngufólk. Hægt er að taka hjólið með sér í lyftuna og fyrir fótgangandi gildir lyftumiðinn fram og tilbaka. Lyftumiðar eru seldir við Fjarkann og á heimasíðu Hlíðarfjalls.
Hlíðarfjall og Hjólreiðafélag Akureyrar bjóða upp á sex hjólabrautir í fjallinu í sumar: Suðurgil, Andrés, Hjalteyrin, Ævintýraleið, gamla downhill brautin og ný byrjendabraut við veginn upp að skíðagönguhúsi. Einnig eru þrjár leiðir, Gosi, Drottning og Hrúturinn, tvær frá gönguhúsi og ein frá lyftuskúr við Fjarkann sem allar liggja yfir í Glerárdal. Fyrir þá sem eru gangandi er tilvalið að stoppa við Strýtuskála og njóta útsýnis yfir Akureyrabæ og Eyjafjörð. Frá Strýtuskála er svo merkt gönguleið upp á brún Hlíðarfjalls. Þegar þangað er komið er til dæmis hægt að ganga að Harðarvörðu, Blátind, Bungu, Strýtu, Kistu eða á Vindheimajökul og á góðviðrisdögum má oft sjá yfir í Mývatnssveit, Herðubreið eða vestur í Skagafjörð svo eitthvað sé nefnt.
Opnunartímar | Lyftumiðar | Fullorðnir | Börn | |
Fimmtudaga frá kl. 17 - 21 | Ein ferð | 1.300 | 700 | |
Föstudaga frá kl. 17 - 21 | 1. dagur (fim-fös) | 3.900 | 1.200 | |
|
1. dagur (lau-sun) | 4.900 | 1.700 | |
Sunnudaga frá kl. 10 - 16 | Helgarpassi | 13.000 | 3.900 | |
Sumarkort | 27.500 | 7.300 |