TAKK FYRIR SKÍÐAVETURINN 2023- 2024

Síðasta laugardag lauk formlegri opnun fjallsins í vetur á lokadegi Andrésar Andarleikanna sem voru alveg frábærir í ár með met þátttöku 
Veturinn hjá okkur var alveg frábær og byrjaði strax snemma í desember með flottum aðstæðum á göngusvæðinu okkar og svo opnuðu lyfturnar okkar rétt fyrir jólin.
Snjóalög héldust nokkuð góð í vetur en svo þegar mars gekk í garð fengum við heldur betur sendingu og púðursnjór sem gladdi marga fram í miðjan apríl ❄️ Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma heimsmetsstökkinu sem kórónaði frábært tímabil. 
Við enduðum með 113 opnunardaga á skíðasvæðinu auk þó nokkurra auka daga á göngusvæði, gestafjöldi fór yfir 87 þúsund sem er mun meira en síðustu ár 💪🏻
Ennþá er talsverður snjór á svæðinu og eitthvað verðum um æfingar áfram og á göngusvæði verður troðið áfram á mánudögum og föstudögum meðan aðstæður leyfa. 
Takk fyrir okkur 🤠