EKKI verður hægt að opna í dag vegna veðurs og aðstæðna.
Það hefur kyngt niður snjó hér í Hlíðarfjalli í alla nótt og gerir enn, sem er gleðilegt, en um leið hefur fennt í allar skíðaleiðir sem búið var að troða.
Í dag er spáð norðan- og norðaustanátt og verður strekkingur eða allhvass vindstyrkur samkvæmt veðurstofu Íslands.
Lyftumiðar fyrir morgundaginn koma í sölu í fyrramálið