Tilboð á 3.klst. miðum í Hlíðarfjall

Hlíðarfjall hefur ákveðið að lækka verðið á 3klst. miðum niður í 3.450 kr. frá og með deginum í dag til 17. febrúar nk.

Breytingin er eftirfarandi og gildir hún bæði fyrir virka daga og helgar:

                    3 klst. fer úr 4.500 kr. í 3.450 kr.

Eins og staðan er í dag þá verðum við áfram með tvö 3klst. hólf á laugar- og sunnudögum.

Við minnum á að hægt er að kaupa miða hér á heimasíðunni okkar undir flipanum *Kaupa miða í fjallið* og Skidata kortin eru seld á N1 stöðvum á Akureyri.