Tímabundið leyfi til aksturs vélsleða.

Nú hefur verið opnað fyrir umferð vélsleða í Hlíðarfjalli. Sleðaleið upp á fjallið er eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Fjallaskíða og göngufólk er varað við því að von getur verið á sleðum á mikilli ferð upp og niður Suðurdal og í uppgönguleiðinni í sneiðingnum upp á Mannshrygg.

Þeirri ábendingu er komið á framfæri við vélsleðamenn að þeir eru á undanþágu frá akstursbanni í fjallinu og ábyrgðin á því að ekki komi til óþæginda fyrir annað útivistarfólk, eða starfsfólk skíðasvæðisins, er þeirra. Verði misbrestur þar á verður leyfi til aksturs í fjallinu afturkallað.