Undirbúningur hafinn á skíðasvæði

Snjóþjöppun hægir á bráðnun.
Snjóþjöppun hægir á bráðnun.

Starfsfólk Hlíðarfjalls er byrjað að undirbúa opnun skíðasvæðisins og stemningin er góð. Nú erum við í startholunum, tilbúin að framleiða snjó af fullum krafti um leið og aðstæður leyfa. Hægt er að kaupa árskort og aðra lyftumiða hér, ef þú átt kort fyrir geturðu fyllt á það og þarft því ekki að fara í miðasölu.

Við viljum þó vekja athygli á því að ekki er búið að troða neinar brautir þó vissulega hafi sést til troðara við vinnslu í brekkunum. Við höfum unnið í því að þjappa þann snjó sem er kominn en bendum á að mjög slæmt er að skíða í beltaförum eftir troðara. Einnig bendum við á að snjóflóðahættumat liggur ekki fyrir og við höfum ekki gefið út snjóflóðaspá, enda hefur svæðið ekki verið opnað.

Sjáumst í fjallinu í vetur!