Upplýsingar um opnunartíma og miðasölu fyrir dymbilviku og páskana

Stefnt verður að því að opna á miðasölu fyrir dagana 29.-31. mars, þann 25. mars nk. og fyrir 1. - 5. apríl er stefnt á að hefja sölu á lyftumiðum þann 30. mars.
Mjög erfitt er að setja miða í sölu langt fram í tímann vegna veðurs og getum við ekki áætlað lengra heldur en 4-5 daga í einu.
Við gefum okkur því fyrirvara á að breyta upphafsdögum miðasölu með tilliti til veðurspár eða af öðrum ástæðum.

Eftirfarandi opnunartímar verða í dymbilvikunni:

-   29. mars: 10:00 - 18:00
-   30. mars: 10:00 - 18:00
-   31. mars: 10:00 - 18:00

Um páskana verður opnunartíminn eftirfarandi:

-   1. apríl (Skírdagur): 09:00 - 17:00
-   2. apríl (Föstudagurinn langi): 09:00 - 17:00
-   3. apríl: 09:00 - 17:00
-   4. apríl (Páskadagur): 09:00 - 17:00
-   5. apríl (Annar í páskum): 09:00 - 17:00