Við erum á fullu að undirbúa svæðið! Við opnum kl. 11 í dag og er opið til kl. 18. Stefnt er að opna Fjarkann og Hólabraut fyrst og Töfrateppi og Hjallabraut fljótlega eftir það. Efra svæðið verður lokað á meðan snjóflóðamat fer fram og í athugun með opnun seinnipart! Bílaplanið uppfrá er enn í lokamokstri - en fer að verða til. Mikill snjór er á svæðinu, farið varlega og vel búin. Gleðilegan skíðadag!