Fyrsta skipti að leigja búnað

Forskráning upplýsinga í leigukerfið er best að gera heima. Þú þarft að vita nákvæmlega hæð,þyngd, skóstærð og getustig viðkomandi (sjá skilmálar). 

  • skráðu allar upplýsingar í skíðaleigukerfið okkar. Hér er hlekkur á það https://www.hlidarfjall.is/is/skidaleigan
  • Settu upplýsingar um alla þá sem eru að koma með þér og ætla að leigja búnað. 
  • Upplýsingarnar sem þú setur þarna inn eru notaðar til þess að velja réttan búnað og  stilla hann eftir þeim upplýsingum sem þú hefur gefið okkur.  Þess vegna er mikilvægt að setja réttar upplýsingar í kerfið. 
  • Þú færð strikamerki sent í tölvupósti þegar þú hefur lokið skráningu. 
  • Þetta ferli þarf bara að gera einu sinni þú ert þá til í kerfinu hjá okkur.

                                ATH. þetta er forskráning upplýsinga en ekki pöntun á búnaði

  • Í afgreiðslu skíðaleigunnar synir þú strikamerkið eða gefur upp nafn og símanúmer.
  • Næst er að greiða. Síðan mátar þú skóbúnaðinn, við stillum búnaðinn og þá ert þú tilbúinn fyrir brekkurnar. 
  • Þegar búið er að njóta útiverunnar þá er búnaðinum skilað í skíðaleiguna í þar til gerða rekka. Við skönnum síðan búnaðinn út og ef það vantar eitthvað þá höfum við samband við þig. 
  • Þeir sem leigja í meira en ein dag í einu skila búnaðinum í loka leigutíma.