Leigt & keypt / Try & Buy

Að erlendri fyrirmynd bjóðum við nú fólki að leigja almenn skíði sem eru í sölu hjá Fjallakofanum. Innifalið í leiguverðinu er að prófa allt að þrjár gerðir af mismunandi lengdum/gerðum af skíðum yfir daginn og hægt að kaupa skíðin sem líka best.

Í dag eru svig- göngu og fjallaskíði í boði. Stefnt er að því að bjóða einnig snjóbretti og splitboard í framtíðinni.

Aðeins boðið uppá eins dags leigu.

Leiguverð gengur uppí kaupverð skíðanna.

 Leiguverð er 2.000 krónum hærra enn almennt verð á leiguskíðum.

Framboð af skíðum mun ráðast af eftirspurn í þessa nýju þjónustu.