Skíðabúnaður

Skíðaleiga Fjallakofans í Hlíðarfjalli er með um 400 pör af skíða og brettabúnaði. Að mestu leyti er búnaðurinn frá Fjallakofanum þ.e.a.s. Völkl svigö og fjallaskíði, Dalbello skíðaskór, Scarpa fjallaskíðaskór, Nidecker bretti og skór. Skíði frá 70cm og Bretti frá 90cm. 

Skíðaskórnir eru sérstakir leigurskór sem eru almennt breiðir yfir rist og kálfa. Stærðir á skíðaskóm eru frá 14,5 til 32,5 í Mondo point. Það samsvarar sér í 27 til 50 í venjulegum skóstærðum.  

"Leigðu & keyptu" er þjónusta Fjallakofans þar sem hægt er að leigja ný svig og gönguskíði til að prófa og leigugjaldið gengur uppí kaup ef skíðamaðurinn er ekki til í að sleppa takinu á skíðunum ;-) 

Leigjum einnig út fatnað, stigasleða, snjóþotur, beisli og fleira  fyrir börn.

*Stærðir á skíðaskóm eru gefnar upp með svokölluðum mondo-stuðli, sem byggist á fótlengt í sentimetrum eða lengt innri botnsflatar í skóm (sjá mondo-kerfið hér)