Skíðabúnaður

Hjá okkur er að finna gott úrval af leiguskíðum, um 300 pör. Við bjóðum upp á það vandaðasta á markaðnum s.s. Völkl, Elan, Atomic, Head, Rossignol eða Whitedot. Minnstu skíðin eru 70 cm en þau lengstu 177 cm. 

Skíðaleigan bíður upp á gífurlegan fjölbreytileika af skíðaskóm. Stærðir frá 14.5 - 32.5 "Mondo point"* í gerðum eins og Atomic, Head, Dalbello og Rossignol. Takmarkið er að uppfylla þarfir allra viðskiptavina Hlíðarfjalls m.a. með tiliti til breiðra rista og kálfa. 

Leigjum einnig út fatnað, stigasleða, snjóþotur, beisli og fleira  fyrir börn.

*Stærðir á skíðaskóm eru gefnar upp með svokölluðum mondo-stuðli, sem byggist á fótlengt í sentimetrum eða lengt innri botnsflatar í skóm (sjá mondo-kerfið hér)