Veðurspá Veðurvaktarinnar

14.feb kl. 09:30

ESv

 

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall um helgina og á mánudag 15. til 17.feb.

Óveðrið verður að fullu gengið niður á laugardagsmorgunn og útlit fyrir hið besta veður um helgina.  Á sunnudagskvöld og fram á mánudagsmorgunn snjóar og útlit fyrir 20-40 sm af nýjum snjó í Hlíðarfjalli

 

 

15. - laugardagur

Komin hægur vindur, 2-3 m/s. Skýjað að mestu, en sólarglennur yfir daginn. Vægt frost í fjallinu.   

 

16. - sunnudagur

Áfram stillt veður, úrkomulaust og sól með köflum. og nokkuð bjart. Frost 2 til 5 stig. Um kvöldið kemur bakki að hafi, N-átt um nóttina og snjóar talsvert til morguns.   

 

17. - mánudagur

Snjókoma um morguninn en dregur úr hríðinni eftir birtingu.  N-gola og smá él yfir daginn.   Frost um 5 stig.