Veðurspá Veðurvaktarinnar

 Hlíðarfjall

15. jan kl. 11:00

ESv

 

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall 17. til 19. janúar.

Mikið hefur snjóað og þrátt fyrir erfiða vetrartíð lítur út þokkaleg daga í Hlíðarfjalli, en versnar á sunnudag. 

 

17. - föstudagur

Hægviðri um morguninn, en SV-gola síðdegis. Háský, en bjart til fjalla.

Frost 7 til 8 stig.

 

18. - laugardagur

SV-átt, sennilega 4-8 m/s, en byljir af fjöllum á milli 10-15 m/s.  Léttskýjað og lág vetrarsól. Frost 5 til 7 stig.    

19. - sunnudagur

S 10-15 m/s og snjókoma með skilum á leið norður yfir landið. Frá því um morguninn og yfir daginn. SV-stormur og jafnvel 20-25 m/s síðdegis.  Hlýnar en samt ekki leysing í fjallinu.