Veðurspá Veðurvaktarinnar

19. apríl kl. 10:15

ESv

 

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall fram á laugardag.

Áfram er gert ráð fyrir hlýindum og snjóbráð fram á laugardag. Skýjað, en frá og með sumardeginum fyrsta verður heiðríkja og sterk vorsól. 

 

20. apríl. – miðvikudagur

Sunnan gola og skýjað að mestu. Hiti um 3 til 5 stig í Hlíðarfjalli.

 

21. apríl. – sumardagurinn fyrsti

Léttir til um nóttina og nær að frysta undir morgunn. Nánast heiður himinn og hiti 5 til 6 stig yfir daginn. Kólnar niður undir frostmark um nóttina.   

 

22. apríl – föstudagur

Hægviðri og svipað veður, en líklega lítið eitt hlýrra og næturfrost aðfaranótt laugardagsins er metið ólíklegra.

 

23. apríl – laugardagur

Sunnan andvari og áfram bjart með sterkri sól.