Snjór í kortunum og veðurspáin er góð fyrir Hlíðarfjall um næstu helgi

Hér hefur snjóað og spáð er meiri snjókomu fram á föstudag og gert ráð fyrir allt að 15-20 cm snjó. Veðurspá fyrir Hlíðarfjall 31. janúar til 2. febrúar. Sjá hér 

 

Fimmtudag og föstudag er opið frá kl. 13-19

Laugardag og sunnudag er opið frá kl. 10-16

Við viljum minna á okkar frábæra fullorðinsnámskeið. Það er aldrei of seint að byrja! 

Á laugardag og sunnudag er skíða- og brettaskóli fyrir 5-12 ára krakka frá klukkan 10-12 og 10-14. Einnig er í boði einkakennsla alla daga.

Hlökkum til að sjá sem flesta í Hlíðarfjalli

Verið velkomin!