Skilmálar - skíðaleiga

Athugið! Ekki er endurgreitt þótt skíðasvæðinu sé lokað vegna veðurs.

Ég undirritaður tek hér með fulla ábyrgð á búnaði sem ég tek á leigu hjá skíða- og snjóbrettaleigu Hlíðarfjalls, hvort sem búnaðurinn glatast eða skemmist. 

Ég hef skilning á að bindingar eru með öryggislosun sem er gerð til þess að minnka líkur á skaða við óhöpp og að bindingarnar losna þó ekki alltaf ef óhapp kemur fyrir. Ég skil einnig að öryggi mitt er ekki tryggt þótt bindingar eigi að losna við óhapp. Við leigu á búnaði þarf að gefa upp hæð, þyngd og getustig.

Skíðaflokkar: 1 2 3

Þetta á að gera þér kleift að velja þér flokk til þess að átaksstilla bindingarnar.

Flokkur 1

Íhaldssamur skíðaiðkandi - finnst betra að skíða rólega. Velur léttari stillingar á bindingunum. Þetta þýðir að skíðin geta losnað við minna hnjask og minni byltur. Þessi stilling er fyrir byrjendur ef skíðaiðkandinn er í vafa.

Flokkur 2

Skíðar miðlungs hratt - velur sér mismunandi hraða í brekkum. Í þessum flokki eru allir þeir sem ekki telja sig passa í flokk 1 og flokk 3. Skíðar í mismunandi aðstæðum, meðal annars í erfiðustu brekkum.

Flokkur 3

Skíðar ákveðið- skíðar hratt. Velur stillingar yfir meðallagi á bindingunum. Þetta þýðir að möguleikarnir á að skíðið detti af iðkandanum við byltur og hnjask minnka.