Skilmálar - skíðaleiga

Athugið! Ekki er endurgreitt þótt skíðasvæðinu sé lokað vegna veðurs.

Viðskiptavinir taka fulla ábyrgð á búnaði sem tekin er á leigu hjá skíðaleigu Fjallakofans í Hlíðarfjalli, hvort sem búnaðurinn glatast eða skemmist. 

Bindingar eru með öryggislosun sem er gerð til þess að minnka líkur á skaða við óhöpp. Bindingarnar losna þó ekki alltaf ef óhapp verður. Við skráningu í leigukerfi skíðaleigunnar er leigjandi ábyrgur fyrir því að fylla út réttar upplýsingar (og uppfæra ef við á) til að hægt sé að stilla öryggisbindingar samkvæmt stöðlum. Hægt er að skrá fleiri notendur t.d. börn eða fjölskyldu á einn notanda. Skrá þarf upp aldur, hæð, þyngd og getustig hvers notenda. 

Búnaður verður að vera leigður á réttan skráðan notanda búnaðarins til að tryggja rétta stillingu leigubúnaðar. Leigjandi tekur einnig ábyrgð á því að aðeins þeir skór sem leigðir eru með skíðum séu notaðir þar sem sólalengd skiptir máli varðandi öryggisstillingar. Ekki má lána búnaðin til annarra enn skráðs leigjanda, fyrst og fremst þar sem öryggisstillingar eru einstaklingsbundnar.

Getu flokkarnir eru 5 í leigukerfinu enn við notum þrjá eftirfarandi til að stilla bindingarnar rétt:

Flokkur 1 (Extremly Careful)

Íhaldssamur skíðaiðkandi - finnst betra að skíða rólega. Velur léttari stillingar á bindingunum. Þetta þýðir að skíðin geta losnað við minna hnjask og minni byltur. Þessi stilling er fyrir byrjendur ef skíðaiðkandinn er í vafa.

Flokkur 2 (Novice)

Skíðar miðlungs hratt - velur sér mismunandi hraða í brekkum. Í þessum flokki eru allir þeir sem ekki telja sig passa í flokk 1 og flokk 3. Skíðar í mismunandi aðstæðum, meðal annars í erfiðustu brekkum.

Flokkur 3 (Advanced)

Skíðar ákveðið- skíðar hratt. Velur stillingar yfir meðallagi á bindingunum. Þetta þýðir að möguleikarnir á að skíðið detti af iðkandanum við byltur og hnjask minnka.