Ágætis veður framundan í Hliðarfjalli

Veðurvaktin gerir ráð fyrir ágætis skíðaveðri í Hlíðarfjalli um helgina, fínasta vetrarveður, einkum  á laugardag. Snjóar lítið eitt annað slagið og heldur meira á sunnudag og mánudag.

 15. - föstudagur

V-gola, 4-7 m/s.  Léttskýjað og frost um 5 stig.  Éljabakkar ná mögulega yfir um kvöldið með nýrri föl. 

 16. - laugardagur

Hægviðri lengst af og sól með köflum.  Éljalaust. Frost 6 til 8 stig.

 17. - sunnudagur

Horfur á snjókomu snemma morguns 10-15 sm. nýsnævi.  Blástur verður af austri 7-10 m/s í fjallinu.  Hægari vindur og rofar til um tíma þegar líður  á daginn. 

 18. – mánudagur 

Eindregin N-átt og hríðarveður um nóttina og framan af degi, en veður skánar þegar líður  daginn.  Frost um 7 stig og talsverð vindkæling.  

19. -þriðjudagur

Vindur gengur niður með sól, hægum vindi og um 8 til 10 stiga frosti.  Hlýnar þegar frá líður.