ANDRÉSAR ANDAR LEIKARNIR 21.-24. apríl

Andres2010

Andrésar  Andar leikarnir á skíðum verða haldnir í 35. skipti dagana 21.-24. apríl í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Búast má við miklum fjölda gesta til bæjarins, bæði keppenda, foreldra þeirra og fylgdarmanna sem allir munu væntanlega skemmta sér vel í góðu veðri og nægum skíðasnjó.

Verð á þriggja daga lyftupassa þ.e. frá fimmtudegi til laugardags er kr. 1.650 fyrir börn og kr. 4.600 fyrir fullorðna.

Dagskrá leikanna má nálgast hér: www.skidi.is.