Helgin 28.-29. mars

Við erum búin að troða leið frá bílastæðinu við gönguskálann og niður í Hálönd. Tilvalið fyrir þá sem vilja koma og renna sér að fá far uppeftir og láta sækja sig í Hálönd.

Veðurútlit fyrir komandi helgi er ekki gott, spáð er 20-28 m/sek af suðvestri. Við biðjum alla um að fara varlega og minnum á að í þessari vindátt verður gjarnan mjög hvasst í fjallinu. Við fylgjumst að sjálfsögðu með og troðum göngubrautir og heimþrá ef veður leyfir. Upplýsingar verða settar inn á síðuna og á facebook að morgni.

Munum að halda tveggja metra fjarlægð. Góða helgi.