Helgin framundan 19. - 20. desember

Nú eru jólafrí hafin í skólum og vert er að benda á það að skíðasvæðið er lokað að öðru leiti en því að Skíðafélag Akureyrar er með æfingar. Við biðjum fólk um að virða lokun. Það er okkur öllum í hag að fara eftir tilmælum yfirvalda en brot á þeim geta seinkað almennri opnun.
Mikið hefur snjóað síðasta sólarhring og skafið. Það er okkar mat að töluverð snjóflóðahætta (stig 4) sé á svæðinu í bröttum brekkum og þar sem hengjur hafa myndast. Reikna má með sama veðri fram yfir helgi og því varla ferðaveður á svæðinu. Göngubraut verður lokuð nema annað sé auglýst.