Hertar aðgerðir vegna Covid-19

Við þurfum að aðlaga okkur að hertum aðgerðum stjórnvalda vegna Covid-19.  Fram til 10. ágúst munum við aðeins geta hleypt einum gesti í hvern stól og gestir þurfa að spritta sig áður en farið er í gegnum hliðið við Fjarkann. Starfsmenn munu eftir sem áður afgreiða lyftumiða og aðstoða við að setja hjól á og taka af lyftunni. Vinsamlega biðjið starfsmenn ekki um aðra þjónustu.

Virðum tveggja metra regluna og förum varlega. Góða skemmtun og velkomin í Hlíðarfjall.