Hugleiðingar vegna veðurs dagana 24. mars - 26. mars

Hugleiðingar vegna veðurs

Nú klukkan þrjú er enn um og yfir 20m/sek hjá okkur og því útséð með opnun í dag. Það tekur okkur drjúgan tíma að koma svæðinu í opnunarhæft stand eftir svona áhlaup og litlar líkur á að við náum því, því strax seinnipartinn fer að bæta í vind aftur þegar næsta lægð nálgast landið.
Á morgun er áfram útlit fyrir hvassan vind af suðvestri og sannast sagna er útlit ekki gott fyrir opnun hér í Hlíðarfjalli. Suðvestanáttin nær sér jafnan vel á strik niður fjallið.  Mun skaplegra veður er í kortunum fyrir sunnudaginn og má reikna með venjulegri opnun þá.