Lokað fyrir umferð allra vegfarenda ofan Strýtuskála í Hlíðarfjalli frá og með 6. ágúst vegna framkvæmda.

Framkvæmdir við uppsetningu nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli eru nú í fullum gangi og mun umferð stórvirkra vinnuvéla og steypubifreiða aukast nú í ágúst. Það er því nauðsynlegt að takmarka umferð upp fjallið frá og með 6. ágúst til þess að tryggja öryggi allra. Hjólagarðurinn og brautir hans verða ennþá opnar og hægt verður að fara með lyftunni upp í Strýtu á sumaropnunardögum en lokað verður fyrir alla umferð fyrir ofan Strýtuskála.

Þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi allra og að framkvæmdin gangi snurðulaust fyrir sig. Við biðjum ykkur að sýna skilning og fara að öllu eftir tilmælum starfsfólks og virða merkingar og lokanir.

ATH EF RAUTT LJÓS BLIKKAR ÞÁ ER ALLT SVÆÐIÐ ALVEG LOKAÐ FYRIR ALLRI UMFERÐ!

                                                                          Forstöðumaður Hlíðarfjalls