Lokað sunnudaginn 24. janúar.

Því miður verður lokað hjá okkur í dag sunnudaginn 24. janúar.

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum þá hafa veðurguðirnir ekkert verið okkur sérstaklega hliðhollir undanfarna daga og hefur skíðasvæðið fengið að finna fyrir því. Snjóað hefur án afláts síðan á mánudaginn sl. og undanfarna daga hefur vegur verið ófær upp í Hlíðarfjall. Hér var allt reynt í nótt og í morgun til að ná að opna klukkan 12 í dag en því miður þá tekst það ekki.

Eftir svona svakalega snjókomu þá tekur mikinn tíma að vinna svæðið og stefnum við að því að opna á morgun mánudag kl. 13 ef allt gengur upp.