Mikilvægar upplýsingar fyrir miðakaup í Hlíðarfjall.

Góðan daginn.

Eins og hefur ekki farið fram hjá neinum þá hefur sölusíðan okkar því miður legið niðri síðan í gærkvöldi. Fjölmargir náðu að kaupa sér miða sem af einhverjum ástæðum gekk ekki í gegn.

Nú höfum við greint vandamálið og höfum sett af stað forsölu fyrir þá aðila, þeir aðilar hafa nú þegar fengið sendan tölvupóst með upplýsingum varðandi hvernig á að bera sig að í miðakaupum. Mikilvægt er að þeir innskrái sig á Mínar síður á sölusíðu Hlíðarfjalls með tölvupóstfangi sínu sem það fékk þennan póst sendan á.

Mikilvægt er að allir passi sig á að velja rétta daga í söluferlinu því ekki er möguleiki á að endurgreiða eða færa miða á milli daga.

Almenn miðasala fyrir tímabilið 17. - 28. febrúar fer af stað klukkan 18 í dag.