Nú styttist óðum í páskastuðið hér í Hlíðarfjalli!

Nú styttist óðum í páskastuðið hér í Hlíðarfjalli!

Við erum svo heppin að hér hefur nú snjóað undanfarin sólarhring og við vonum að það haldi áfram. Töluvert frost eru í kortunum næstu daga þannig að þá verður líka hægt að kveikja á snjóbyssunum.

Lyftumiðar eru bæði seldir á netinu og svo í miðasölu á staðnum. Við mælum með að fólk kaupi miðana á netinu til þess að forðast biðraðir. Vasakort frá Skidata, er hægt að kaupa í N1 við Hörgárbraut eða í N1 Leirunesti og fylla á það á netinu. 

Páskaeggjamót Skíðafélags Akureyrar SKA verður haldið laugardaginn 16. apríl og einnig verður samhliðasvig í Hjallabraut

Eftirfarandi opnunartímar verða í dymbilvikunni:

Dagana 11. apríl – 13. apríl verður opið frá kl. 10:00 - 18:00

Páskadagana verður opnunartíminn eftirfarandi:

Frá 14. apríl/skírdag – til og með 17. apríl/páskadag verður opið frá kl. 09-17

og 18. apríl/annan í páskum verður opið frá kl. 10-16