Við höfum opnað aftur eftir ótíðina undanfarið. Opið verður um helgina og veðurútlit er gott. Það er snjór í helstu brekkum og ágætt færi en snjóalög eru þunn utanbrauta. Við minnum á að öll skíðaiðkun utan merktra brauta er alfarið á ábyrgð þeirra sem hana stunda.
Opnunartímar Hlíðarfjalls um helgina eru:
Föstudag 13-19
Laugardag 10-16
Sunnudag 10-16
Velkomin í Hlíðarfjall