Opnum á morgun. Hvetjum fólk til að kaupa miða á netinu. Sjá nánar ...

Opnum á morgun, fimmtudaginn 19. mars skv. opnunartíma.

Vegna tilmæla um 2. metra fjarlægð milli manna er fólk beðið að virða þau mörk, hafa gott bil sín á milli og taka tillit til annarra.

Við hvetjum fólk til að kaupa miða á netinu, sjá heimasíðu okkar www.hlidarfjall.is þar sem hægt er að fylla á kortin. Eftir sem áður verður þó hægt að kaupa kort í miðasölu lúgu Hlíðarfjalls, aðeins gegn rafrænum greiðslum.
Þjónustuhúsum hefur verið lokað. Aðgengi er að salernum bak við skíðaleiguna þar sem við biðjum fólk um að virða 2ja metra regluna þar eins og annars staðar.
Lyftuverðir munu fylgjast með öllum lyftum að venju en verða ekki í nánu samneyti við viðskiptavini vegna 2ja metra reglunnar. Vegna 2ja metra reglunnar verður ekki leyft að fara 4 saman í stóla, aðeins einn í hvern stól. Þó má foreldri fylgja barni 10 ára og yngri.
Mikilvægt er að reyna að dreyfa aðsókn eins og kostur er. Því viljum við hvetja fólk til að takmarka skíðatíma sinn við 2-3 klukkustundir.
Enn sem komið er erum við að vinna að útfærslu á þessum vinnureglum okkar og við þurfum öll að vinna saman. Fylgist með upplýsingum á heimasíðu Hlíðarfjalls

Göngubrautir verða lagðar fyrir kl 13:00, Við biðjum gönguskíðafólk að virða 2 metra regluna í hvívetna. Sé hún ekki virt má vera að einnig þurfi að skerða þessa þjónustu.

Skíða- og brettaskóli verður ekki starfræktur og einnig verður skíðaleigan lokuð.