Reglur skíðasvæðanna í Covid-19 faraldri

Gildir frá og með 15. apríl 2021

Lyftur og skíðagöngusvæði eru opin

 • Leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma er 50% af reiknaðri móttökugetu hvers svæðis. Aukið eftirlit er með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki þá verða upplýsingar umsvifarlaust birtar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangur að svæðinu lokað tímabundið.
 • Hvert svæði birtir á vef sínum upplýsingar um hámarksmóttöku og reiknað hlutfall gesta sem er leyfilegur á hverjum tíma. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki talin með.
 • Upplýsingamiðlun til skíðamanna er meiri en í venjulegu árferði og skíðamenn eru beðnir að afla sér upplýsinga um aðgengi að skíðasvæði áður en haldið er af stað. Ekki er víst að allir komist á skíði þegar þeim hentar best.
 • Salerni eru opin. Grímuskylda er á salernum.
 • Skíðaæfingar og skíðanámskeið fylgja reglum HRN sem settar hafa verið um íþróttir.
 • Tveggja metra merkingar um nándarmörk eru staðsettar við byrjun raðar í hverri skíðalyftu. Í stólalyftum gilda 1 metra nándarmörk en þess gætt að tryggja 2ja metra nándarmörk fyrir þá sem þess óska og bjóða þeim skíðamönnum að fara einir í stól.

Nánari leiðbeiningar

 1. Skíðaskálar: Salerni, kortasala, skíðaleiga, móttaka
  - Grímuskylda innandyra.
  - Leiðbeingar um hreinlæti og sóttvarnir sýnilegar á staðnum.
  - Upplýsingar um hámarksfjölda á salerni er skráður á vegg við inngang (2ja metra regla gildir).
  - Handsápa og spritt á salernum og upplýsingar um leyfilegan hámarksfjölda á salernum.
  - Þrif fara fram a.m.k. tvisvar á dag og kvittað fyrir þeim.
  - Við kortasölu eru reglur um nándarmörk skýr og merkt þannig að allir geti fylgt þeim.
  - Sóttvarnarlæknir hvetur til þess að kortasala fari fram á netinu.
 2. Skíðaleiga er opin
  - Grímuskylda starfsmanna og viðskiptavina innandyra.
  - Nándarmörk milli viðskiptavina eru 2 metrar.
  - Snertifletir þrifnir á milli viðskiptavina og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja leigu.
 3. Lyftur og samskipti við lyftuvörð
  - 2ja metra regla gildir um nándarmörk í lyfturöðum.
  - Grímuskylda ef ekki er hægt að virða 2ja metra nándarmörk.
  - 1 metra nándarmörk í stólalyftum en þeim skíðamönnum sem þess óska er gert kleift að fara einir í stól.
  - Snertifletir þrifnir eftir daginn.
 4. Gönguskíðabrautin og samskipti í braut
  - Einstefna er merkt í fjölförnum brautum.
  - Reglur sýnilegar um að fólk sé ekki að stoppa í braut að óþörfu og forðist hópamyndun.
 5. Smuraðstaða gönguskíðamanna
  - Grímuskylda innandyra.
  - Sótthreinsun á búnaði á milli þeirra sem nota aðstöðuna.
 6. Starfsfólk, þjálfarar og foreldrar
  - Grímuskylda innandyra ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk.
  - Grunnfræðsla um sóttvarnir og hvernig þeim er háttað í hópi.
 7. Æfingar/námskeið
  - Grímunotkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar og eru æfingar barna heimilar, sem og starfsemi 
     skíðaskóla fyrir börn. Ekki mega vera fleiri en 50 saman í hópi.
  - Íþróttaæfingar barna og fullorðinna heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50
    manns saman í útivistarhópi og á það við í skíðagöngu og í brekkum.
 8. Keppnishald (keppendur og áhorfendur), svig og ganga, fullorðnir og börn og aðrir stórir viðburðir
  - Samkvæmt reglum HRN og ÍSÍ á hverjum tíma um keppnishald
 9. Sóttvarnir þegar slys eða meiðsli verða
  - Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi.
  - Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun.
  - Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir.
 10. Upplýsingamiðlun
  - Samstillt upplýsingamiðlun fyrir skíðasvæðin er á www.covid.is og upplýsingar er varða einstök skíðasvæði eru birt á
    miðlum hvers skíðasvæðis.
  - Gætt er að samráði hlutaðeigandi við miðlun upplýsinga frá skíðasvæðum, s.s. við HRN, SVL og ÍSÍ.