Samkvæmt reglugerð sem gildir til 12. jan um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 verður ekki hægt að opna skíðasvæðið fyrr en á nýju ári

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 sem tók gildi á miðnætti og gildir til 12. janúar verður ekki hægt að opna skíðasvæðið fyrr en á nýju ári.

Skíðasvæði landsins starfa nú eftir svokallaðri leið 3. Skíðagöngubrautir mega vera opnar og munum við troða gönguskíðabraut á þessu tímabili eftir því sem veður leyfir.

Vegna öryggis viljum við minna á að skíðasvæðið er lokað. Ef rauð ljós blikka á svæðinu er þar sem hættu stafar frá háspennuköplum og vatnsslöngum sem eru undir miklum þrýstingi þegar snjóframleiðsla er í gangi.

Ef snjóalög verða góð þá munum við troða brautir á skíðasvæðinu líkt og um sl. páska.