Skíða- og brettaskóli 2. janúar 2021. Skíða- og brettaskólinn verður frá kl. 10.00 til 12.00 fyrir börn frá 5 til 15 ára. Takmörkuð pláss í boði. Hægt er að bóka á heimasíðu Hlíðarfjalls, nánari upplýsingar í síma 773 6625.

Skíða- og brettaskóli Hlíðarfjalls verður með skíða- og brettakennslu frá kl. 10-12 fyrir  5-15 ára börn.  Takmarkaður fjöldi er í skólann - skráning fer fram á netinu https://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/skraning
Vinsamlegast greiðið við skráningu til þess að auðvelda afgreiðslu þegar komið er með börnin. 
Foreldrar mega aðeins koma með börnin á svæðið og síðan að ná í þau. 
Við tökum á móti börnunum úti og þar fá þau miða með nafni sínu og símanúmeri foreldris/forráðamanns.  Ef nemendur þurfa að leigja búnað þá munu kennarar aðstoða börnin með hann. Þeir nemendur sem þurfa að leigja búnað eiga að vera mætt hálftíma fyrir kennslustund.  Kennslustundin er síðan búin kl. 12 þá fyllum við út miða fyrir þau sem getur tekið um 10 mín þannig að það er í lagi að koma upp úr kl. 12 og sækja börnin. Þegar komið er að sækja börnin þá þurfa foreldrar að bíða í bílum sínum þangað til kennarar koma með þau til þeirra.
 
Nýir rekstraraðilar sjá nú um skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls. Nánari upplýsingar í síma 773 6625 og info@icelandsnowsports.com