Eins og það leit vel út í byrjun sumars með ástandið á fjallinu þá bleytti júní hretið heldur betur upp í svæðinu og síðan hefur rignt talsvert og varla komið þurrkur. Staðan er því þannig að þrátt fyrir að heilmikil vinna hafi nú þegar átt sér stað í brautunum þá er ennþá mikil bleyta á svæðinu og sum svæði sem hefur ekkert verið hægt að vinna í sökum þess. Við neyðumst því til að seinka opnun um viku til þriðjudagsins 8. júlí.
Langtímaspáin fyrir næstu viku lítur mun betur út og ef hún stenst ætti að þorna talsvert. Vonum að það gangi eftir og að við getum öll komist í fjallið :)
Minnum á að breyting verður á opnunartíma í sumar en í samráði við Hjólreiðafélag Akureyrar hefur verið ákveðið að hafa opið á:
Þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:30-20:30
Laugardögum frá 10-16
Auk þessa verða þrjár helgar sem verður opið frá fimmtudegi til sunnudags, þær eru eftirtaldar:
17 - 20 júlí (Enduro og Downhill keppnishelgi)
31 júlí - 3 ágúst (Verslunarmannahelgin)
28 - 31 ágúst (Downhill keppnishelgi)
Við munum uppfæra stöðuna þegar líður á næstu viku :)