Sumarvertíð lokið í Hlíðarfjalli

 
Nú er starfsfólk í Hlíðarfjalli farið að huga að næstu skíðavertíð. Við viljum þakka öllum þeim sem komu til okkar í sumar en alls komu rúmlega fimmtán hundruð manns í Fjarkann í júlí og ágúst. Opnunardagar voru 31. Sumaropnun í Hlíðarfjalli hefur því rækilega fest sig í sessi og við höfum hægt og rólega bætt aðstöðu fyrir gangandi og hjólafólk. Við hlökkum til að taka á móti þessum hópi notenda aftur næsta sumar.
Hjólreiðafélag Akureyrar hefur séð um lagningu og viðhald brauta í fjallinu í sumar. Brautirnar eru enn opnar þó svo að lyftunni hafi verið lokað en stefnt er að því að loka brautum innan skíðasvæðisins eftir miðjan mánuðinn. Þá þarf að slá niður batta í beygjum og taka niður allar merkingar og hindranir fyrir vetrarvertíð. Við munum tilkynna sérstaklega þegar farið verður í það.