Veðurspá Veðurvaktarinnar 2. - 4. febrúar

Föstudagur 2. febrúar
Sunnan stormur framan af degi með skarfrenningi og einhverjum nýjum snjó. Rofar til seinnipartinn, en þá komin SV-átt, allhvöss og oftast eru aðstæður í Hlíðarfjalli erfiðar í slíku veðurlagi.

Laugardagur 3. febrúar
Enn SV-átt fremur hæg um morguninn, 5-8 m/s, en hvessir eftir hádegi og 13-18 m/s seinni partinn. Bjart veður og frost 2 til 3 stig

Sunnudagur 4. febrúar
Á sunnudag gerir sunnan storm með hláku, en ekki rigningu. Mjög hvasst verður um og eftir miðjan daginn og varla stætt eins og þar segir. Þrátt fyrir hláku og +2 til 3°C í 500 m hæð verður ekki snjóleysing að ráði.