Vegna vetrarkorta í Hlíðarfjalli

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hafa margir velt fyrir sér hvernig komið verður til móts við vetrarkortshafa í Hlíðarfjalli. Í viðbragðsáætlun Akureyrarbæjar sem samþykkt var í bæjarráði 2. apríl 2020 kemur fram að árskort, t.d. í sundlaugar og listasafn framlengjast sem nemur skerðingu á opnunartíma. Enn er verið að taka ákvarðanir sem snúa að vetrarkortum í Hlíðarfjalli og von er á að upplýsingar um það verði gefnar út innan tíðar.

Nánari upplýsingar má sjá í aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar. Sjá hér https://www.akureyri.is/is/frettir/adgerdaaaetlun-til-ad-bregdast-vid-ahrifum-covid-19

Bestu kveðjur

Starfsfólk Hlíðarfjalls