Skíðagæsla Hlíðarfjalls gerði snjóathuganir að morgni fimmtudagsins 6. desember við Púðubakka. Snjóþekjan er almennt mjög stöðug og hefur bundist vel. Þó eru staðbundnar hengjur varasamar. Enn er að bæta í snjó jafnt og þétt á efra svæði. Það er nokkuð um að grunnt sé á grjót og aðrar hindranir utan merktra brauta. Við vörum eindregið við því að fara utan merktra og troðinna brauta núna næstu daga. Ekki hefur verið troðið á efra svæði né upp sneiðing að Mannshrygg.
Endilega að vaxa og brýna skíði fyrir helgina. Athuga annan búnað eins og skíðagleraugun og hjálminn!
Verum klár og sýnum aðgát
Skíðagæsla Hlíðarfjalls