Við opnum fyrir helgarsölu miðvikudaginn 10. febrúar.

Opnað verður fyrir sölu á miðum fyrir næstu helgi á morgun miðvikudag 10. febrúar.

Aðeins verður hægt að kaupa miða á netinu. Uppselt var um síðustu helgi og því er um að gera að hafa hraðar hendur.

Við viljum síðan minna viðskiptavini okkar á að hafa góða skapið með sér upp í fjall og sýna starfsfólki okkar virðingu á meðan við reynum eftir okkar bestu getu að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda.