Skíðaleiga Hlíðarfjalls

Velkomin í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli 

Við erum stolt af því að geta boðið landsmönnum og erlendum ferðamönnum upp á stærstu skíðaleigu á landinu. Erum með búnað fyrir um 400 manns í öllum stærðum og gerðum. Leigan býður uppá svigskíðabúnað, brettabúnað, telemark, sleddogs, snjóþrúgur og stigasleða. Í leigunni er einnig vel útbúið verkstæði, sem hefur aukið notkunargildi sitt undanfarin ár. Leigan er staðsett vestan við skíðahótelið í vel merktu húsnæði. 

Hægt er að fyrirframpanta skíða-og brettaleigubúnað með því að skrá sig hér.

Til að panta/leiga gönguskíði, hafið samband við SKA gönguskálann 

Greiða þarf strax fyrir búnaðinn með því að leggja inn upphæð (sjá verðskrá)  á reikning 565-26-441919 kt. 410169-6229, setja nafn í skýringar og senda kvittun á skidaleiga@hlidarfjall.is . Leigugjald er einungis endurgreitt ef lokað er vegna veðurs.