Skíðaleiga Fjallakofans í Hlíðarfjalls

Velkomin í skíðaleiguna Fjallakofans í Hlíðarfjalli  

Til að leigja skíðabúnað þarf að vera skráður notandi í leigukerfið. Þar eru skráðar meðal annars upplýsingar um skóstærð, hæð o.fl. vegna leigu á skíða- og brettabúnaði, fyrst og fremst til að finna réttan búnað og stilla bindingar rétt. Skráning er hér: www.skipline.me/hlidarfjall-checkin  

Við erum stolt af því að geta boðið landsmönnum og erlendum ferðamönnum upp á stærstu skíðaleigu á landinu. Erum með búnað fyrir um 400 manns í öllum stærðum og gerðum. Leigan býður uppá svig-, gönguskíða og brettabúnað, fjallaskíði ásamt snjóflóðaþrennu, sleddogs, snjóþrúgur og stigasleða. Í leigunni er einnig vel útbúið verkstæði. Leigan er staðsett vestan við skíðahótelið í vel merktu húsnæði. 

 Símanúmer og netfang leigunnar er 510 9520, hlidarfjall@fjallakofinn.is  

Fjallakofinn tók við rekstrinum á skíðaleigunni veturinn 2021/22.

Skíðabúnaður er til sölu í leigunni, allt frá húfum til skíða. 

Boðið er upp á að leigja ný svig og gönguskíði til að prófa og gengur leiguverðið uppí kaupverð ef óskað er.

Kappkostað er að hafa nýlegan búnað í leigunni og eldri búnaður er seldur á hóflegu verði í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli þegar við endurnýjum.