Velkomin í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli
Til þess að flýta fyrir afgreiðslu í skíðaleigunni er fólk beðið um að fylla inn upplýsingar um skóstærð, hæð o.fl. vegna leigu á skíða- og brettabúnaði www.skipline.me/hlidarfjall-checkin
Við erum stolt af því að geta boðið landsmönnum og erlendum ferðamönnum upp á stærstu skíðaleigu á landinu. Erum með búnað fyrir um 400 manns í öllum stærðum og gerðum. Leigan býður uppá svigskíðabúnað, brettabúnað, telemark, sleddogs, snjóþrúgur og stigasleða. Í leigunni er einnig vel útbúið verkstæði, sem hefur aukið notkunargildi sitt undanfarin ár. Leigan er staðsett vestan við skíðahótelið í vel merktu húsnæði.
Vinsamlegast pantið tíma í skíðaleigu í síma 462 2266 eða hafið samband í tölvupósti skidaleiga@hlidarfjall.is .
Til að panta/leiga gönguskíði, hafið samband við SKA gönguskálann.