Fundaraðstaða

Fundaradstada_3

Fyrirtaks fundaraðstaða á efri hæð Skíðahótelsins

Skíðahótelið í Hlíðarfjalli (Skíðastaðir) býður upp á góða möguleika til funda fyrir smærri og stærri hópa. Á efri hæð skíðahótelsins er sérútbúið fundaherbergi þar sem allt að 30 manns geta verið. Í aðalsal hótelsins er einnig hægt að halda stærri fundi, eða fyrir allt að 70 manns.

Aðrir möguleikar eru til dæmis þeir að fara upp með Fjarkanum, halda 5 mínútna fund á leiðinni upp og stíga síðan inn á stærri fund í vistlegum húsakynnum í Strýtuskála þar sem komast fyrir allt að 45 manns. 
 

Stuttur og árangursríkur vinafundur í Fjarkanum!

Boðið er upp á veitingar hvort heldur sem er í Skíðahótelinu sjálfu eða í Strýtuskálanum. Allur viðeigandi búnaður er til staðar í Skíðahótelinu, svo sem skjávarpi, netsamband, teiknitafla, sjónvarp og myndbandstæki. Boðið er upp á skíða- og brettaleigu að fundahöldum loknum.