Frá og með 27. apríl verður göngubraut aðeins troðin á mánudögum og föstudögum.

Nú er skíðavertíð lokið samkvæmt almanaki og við munum minnka þjónustu við göngubrautina. Hún verður aðeins troðin tvisvar í viku, á mánudögum og fyrir helgar. Við höldum þessu eitthvað áfram meðan snjóalög endast og höldum inni hringjum eins og hægt er. Ekki verður farið í að ýta til snjó til að halda opnu.